Innlent

Mávar herja á uppsveitir

Mikið hefur sést af mávum, aðallega sílamávi, upp um allar uppsveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum, en heimkynni þessara fugla eru fremur við sjávarsíðuna. Þessir hvítu fuglar dreifa sér um túnin eins og eins konar mini-heyrúllur, að sögn heimamanna. Fuglaáhugamenn segja að það virðist greinilega hafa orðið fæðubrestur í hafinu alveg nýverið því stutt er síðan þeir fóru að leita ætis upp um allar sveitir. Talið er að mávarnir séu einkum að sækjast eftir grasmaðki og ánamaðki og eru fuglarnir áberandi margir á nýslegnum túnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×