Innlent

Suðurlandið hefur enn vinninginn

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður.
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður.

„Það má segja að meginlínurnar hafi ekki breyst frá því í gær nema þó þannig að líkur á skúrum syðra hafa aukist, einkum á laugardeginum, þá er minni úrkomu að sjá norðanlands en verið hefur og raunar verður að líkindum léttskýjað á Neistaflugi á Neskaupsstað á laugardeginum en þar má hins vegar búast við vætu á sunnudeginum" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Stöðvar 2 og VISIS, í samtali við VÍSI. „Heilt yfir séð verðu besta veðrið sunnan og suðvestanlands þessa miklu ferðahelgi,“ segir Sigurður.

En hér kemur spáin byggð á gögnum miðvikudaginn 29. Júlí:

Föstudagur 31-júlí 2009:

Norðaustan 3-10 norðvestan og vestan til annars hæg breytileg átt.

Yfirleitt bjart veður sunnan til á landinu, einkum þó suðvestan til. Norðanlands og nyrst á Vestfjörðum má búast við einhverri vætu, einkum úti við ströndina Á Austurlandi verður bjart með köflum og þurrt að kalla.

Hiti víðast 9-18 stig, svalast nyrst á Vestfjörðum en hlýjast í uppsveitum á Suðurlandi.

Laugardagur 1-ágúst-2009:

Hæg breytileg átt en austan 5-8 með suðurströndinni.

Léttskýjað austanlands, skýjað með köflum suðvestan til og úti við suðurströndina og hætt við stöku skúrum. Dálítil rigning norðan til á Vestfjörðum og á annesjum nyrðra.

Hiti 8-14 stig, hlýjast til landins.

Sunnudagur 2-ágúst-2009:

Norðaustan 5-10 m/s vestast og austast á landinu annars yfirleitt 3-8 m/s.

Bjart með köflum sunnan- og vestanlands, skýjað með köflum vestan til á Norðurlandi annars skýjað og víða rigning austan til á landinu.

Hiti 8-15 stig, hlýjast á suðurlandi.

Mánudagur 3-ágúst-2009:

Norðaustan 5-13 á Vestfjörðum og norðvestan til annars hægari.

Léttskýjað suðvestanlands, bjart með köflum syðra, en skýjað og dálítil rigning norðanlands og austan.

Hiti 10-15 stig, hlýjast syðra.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×