Innlent

Spænskt útibú veitingastaðarins Caruso gengur vel

Þrúður sjöfn Sigurðardóttir
Þrúður sjöfn Sigurðardóttir

„Það gengur mjög vel,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, annar eigenda veitingastaðarins Caruso, um nýtt útibú staðarins í Torrevieja á Spáni sem opnað var í vor.

Þrúður og eiginmaður hennar, José Garcia, reka Caruso og höfðu hugsað um að opna stað á Spáni frá síðasta hausti en margir álitu þau djörf að hugsa um útrás rétt eftir að kreppan skall á hér á Íslandi. „Okkur langaði bara að prófa að opna stað þarna.“

Þrúður segir að ævintýraþráin ráði því að maður frá Hondúras, íslensk kona og veitingastaður á Spáni eigi saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×