Innlent

Evrópumálaráðherra Frakka vék sér undan Icesave spurningum

Helga Arnardóttir skrifar

Sum Evrópusambandsríki segja lausn Icesavedeilunnar skilyrði fyrir inngöngu Íslands í sambandið, að því er Evrópumálaráðherra Frakklands segir.

Evrópumálaráðherrann, Pierre Lellouche, er í opinberri heimsókn hér á landi. Á blaðamannafundi sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra boðaði til í morgun sagði hann brýnt að regluverkið í íslenska fjármálageiranum verði yfirfarið. Mikilvægast væri þó að leysa Icesave deiluna.

En Evrópumálaráðherra vék sér undan svörum og utanríkisráðherra reyndi að koma honum til hjálpar þegar hann var spurður um hvað gerðist ef ekki tækist að leysa Icesave deiluna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×