Innlent

Andlegt áfall: Átta ára stúlka enn að jafna sig

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
„Þetta er auðvitað andlegt áfall, maður upplifir það eins og maður sé að kafna," segir Herdís Storgaard hjá Forvarnahúsi Sjóvár, um átta ára stúlku sem var hætt komin þegar reiðhjólahjálmur hennar festist í klifurgrind í gær.

Stúlkan hékk í hjálminum og liðu nokkrar sekúndur þangað til hún gat losað sig. Stórhætta skapaðist af þessu, en stúlkan gat ekki andað á meðan. Mildi þykir að ekki fór verr.

Stórsér á hálsi stúlkunnar, en hún hlaut mar þvert yfir hálsinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Á hinni myndinni má sjá klifurgrindina þar sem hjálmurinn festist.

Herdís segist hafa heyrt í föður stúlkunnar í dag. Líðan hennar mun vera eftir atvikum, en hún er enn að jafna sig eftir óhappið.

Í tilkynningu sem Forvarnahúsið sendi frá sér eftir atvikið kemur fram mikilvægi þess að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að taka hjálmana af sér þegar þau fara af hjólunum til að leika sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×