Innlent

Fíkniefnasalar handteknir

Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Breiðholti eftir hádegi í gær samkvæmt lögreglunni.

Um 300 grömm af amfetamíni fundust og eitthvað af e-töflum. Þá fundust talsvert af öðrum efnum sem á eftir að greina.

Á sama stað var einnig lagt hald á talsvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu sem og ýmsa muni sem tengjast fyrrnefndri starfsemi.

Karl á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins.Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Ætla má að fíkniefnin hafi átt að selja um verslunarmannahelgina.

Einnig fundust fíkniefni við húsleit í íbúð í Grafarvogi síðdegis í gær. Um var að ræða vel á annað hundrað grömm af amfetamíni og um 50 grömm af hassi.

Innandyra voru þrír karlar á þrítugsaldri og voru þeir allir yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

Ætla má að fíkniefnin hafi átt að selja um verslunarmannahelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×