Innlent

Hjálparstofnanir lokaðar yfir sumartímann þrátt fyrir neyð

Sindri Sindrason skrifar

Það eru engin úrræði fyrir þá sem þurfa á mataraðstoð að halda á meðan lokað er vegna sumarfría hjá góðgerðarsamtökum. Fólk verður bara að bíða til tólfta ágúst, segir formaður Fjölskylduhjálpar. Um sextíu prósent fleiri hafa leitað sér aðstoðar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Þrátt fyrir að neyðin hafi sjaldan verið meiri er Mæðrastyrksnefnd ekki starfandi frá 25. júní-11 ágúst vegna sumarleyfa og hjá Fjölskylduhjálp er lokað frá 24. júní-12. ágúst. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar er lokað í skemmri tíma eða í þrjár vikur. Þetta er raunin þrátt fyrir að á meðan félagið afgreddi 200 mál á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra eru málin 500 á sama tíma í ár.

Formaður Fjölskylduhjálpar sagði í samtali við fréttastofu úrræðin á því tímabili sem lokað er vera engin. Þeir sem þurfi á hjálp að halda, verði bara að bíða. Reynslan sýnir reyndar að eftirspurn minnkar yfir sumartímann. Hvers vegna er ekki gott að segja segir verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

Þeir sem aðallega sækja um hjálp eru atvinnulausir.

Anna Margrét segir haustið eflaust verða erfitt, búist er við að enn stærri hópur fólks muni leita til Hjálparstarfs kirkjunnar sem og annarra styrktarfélaga. Er því fólk beðið um að rétta hjálparhönd ef það mögulega getur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×