Innlent

Árleg kertafleyting til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Japan

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn á fimmtudaginn í næstu viku. Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar klukkan hálfellefu en þar mun Stefán Pálsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður.

Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. Einnig verða kertafleytingar á Akureyri og Egilstöðum. Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og fimmta kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×