Innlent

Slökkviliðið fékk tvö útköll í Kópavogi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Hlíðasmára 12 á ellefta tímanum í morgun. Þar hafði eldvarnarkerfi farið í gang vegna viðgerða. Þegar slökkviliðsmenn komu að húsinu sannreyndu þeir að enginn eldur væri í því. Þá fóru sömu slökkviliðsmenn skömmu seinna í íbúð í Galtalind þar sem pottur hafði gleymst á eldavél. Var íbúðin reykræst, en enginn eldur kom upp í því tilfelli heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×