Innlent

Steingrímur: Orð Jóns koma ekki á óvart

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri-grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri-grænna.

„Það kemur mér ekkert á óvart að það sé sjónarmið hans að það sé ekki brýnt mál að fara í þessar viðræður," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG eftir ríkisstjórnarfund í gær, um ummæli Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að fresta skuli aðildarviðræðum að ESB.

„Jón hefur sagt það skýrt að hann mun sem ráðherra vinna af fagmennsku og gæta hagsmuna sinna málaflokka," segir Steingrímur og segir þessi ummæli engu breyta, Jón muni rækja sínar embættisskyldur af samviskusemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×