Fleiri fréttir

Breytt stefna í Evrópumálum í Valhöll?

Í ljósi þeirrar krísu sem upp er komin verður stjórnarsáttmálinn tekinn til endurskoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild vera eitt af frumskilyrðum Samfylkingarinnar fyrir þeirri endurskoðun.

Elín Landsbankastjóri með 1950 þúsund

Elín Sigfúsdóttir bankastjóri hins Nýja Landsbanka er með 1950 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kom fram á fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun.

Íslensk hönnun er jólagjöfin í ár

Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun, að mati rannsóknarseturs verslunarinnar. Efnahagslægðin setur sitt mark á valið, en undanfarin ár hafa GPS-tæki, lófatölvur og safapressur orðið fyrir valinu.

Vonast til að eignir Landsbankans dugi upp í skuldir vegna Icesave

Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vonast til að eignir Landsbankans nái upp í skuldir vegna Icesave-reikninganna. Þetta kom fram í máli þeirra eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

11 þúsund skrifuðu undir í kjölfar stillimyndar

Stillimyndin á SkjáEinum í gærkvöld hafði þau áhrif að um 11 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til menntamálaráðherra og ríkisstjórnar Íslands um að leiðrétta ójafnt samkeppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva. Samtals höfðu um 51.000 manns skrifað undir áskorunina um hádegisbil í dag.

Tekjur Hafnarfjarðar minnka um milljarð kr. á næsta ári

Reiknað er með að tekjur Hafnarfjarðar muni minnka um milljarð kr. á næsta ári. Þetta kom fram í máli Gerðar Guðjónsdóttur fjármálastjóra Hafnarfjarðar á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun.

Sigríður skipuð lögreglustjóri á Suðurnesjum

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá og með 1. janúar 2009.

Gott skíðafæri á Siglufirði

,,Skíðatímabilið fer mjög vel af stað. Við opnuðum fyrr í ár en oft áður en yfirleitt opnum við í desember," segir Egill Rögnvaldsson umsjónamaður skíðasvæðis Siglfirðinga sem var opnið 2. nóvember.

Gift virðist orðið eignalaust

Fjárfestingafélagið Gift, sem fór með fjármuni Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, virðist vera orðið eignalaust þegar eignasafn félagsins í fyrra er skoðað og borið saman við afdrif þeirra eigna upp á síðkastið.

Hækkun á Wall Street

Hlutabréf hækkuðu lítillega í verði á Asíumörkuðum í morgun og fylgdu eftir hækkun á Wall Street eftir nokkurra daga niðursveiflu.

Skora á formann Sjálfstæðisflokksins að velja hæfa menn

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi skorar á formann Sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að við endurreisn fjármálakerfis þjóðarinnar veljist einungis til starfa þeir, sem njóta óskoraðs trausts og hæfis til starfa.

Íslendingum ekki settur tímafrestur

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir að íslenskum stjórnvöldum hafi ekki verið settur frestur til miðnættis til þess að finna lausn á Icesave deilunni. Unnið sé hörðum höndum að lausn deilunnar en það hafi ekki verið settur slíkur tímafrestur.

Samningaviðræður í Brussel í allan dag

Samningsumleitanir hafa staðið um nokkurt skeið milli Íslands og Frakklands sem formennskuríkis Evrópusambandsins með það markmiði að leysa deilur tengdar IceSave reikningum í útibúum Landsbankans í nokkrum Evrópuríkjum.

Mörg hundruð manns samankomnir á félagsfundi VR

Mörg hundruð manns eru saman komnir á félagsfundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur sem haldinn er á Grand hóteli í kvöld klukkan hálfátta. Á fundinum gerir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings.

Segir bréf Jóns Ásgeirs alvarlegt

Forseti Alþingis segir að bréf sem lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformaður 365 hf, sendi Ágústi Ólafi Ágústssyni, formanni viðskiptanefndar, í gær sé í alla staði óvenjulegt.

Sjálfstæðismenn á Akranesi vilja Davíð burt og aðildarviðræður við ESB

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi skorar á Geir H. Haarde forstætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins að skerpa nú þegar áherslur ríkisstjórnar Íslands við það mikla verkefni sem stjórnin stendur andspænis við endurreisn fjármálakerfis landsins. Þetta segir í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag.

Illugi segir pólitíska framtíð sína ekki vera 11 milljarða virði

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi stjórnarmaður í peningamarkaðssjóðum Glitnis, segir að það hafi verið stjórnendur gamla Glitnis sem tóku þá ákvörðun að kaupa bréf Stoða út úr sjóðunum. Þessi ákvörðun hafi verið tekin áður en neyðarlögin tóku gildi.

Frestur í Icesave málinu rennur út á miðnætti

Íslensk stjórnvöld hafa til miðnættis að leysa deiluna við Breta um Icesave-reikningana. Lausn mun í burðarliðnum, breska ríkið mun reiða fram jafnvirði rösklega 600 milljarða króna til að borga þeim sem áttu fé inn á Icesave-reikningum Landsbankans.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms

Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 14.700 ljósmyndir og yfir 200 hreyfimyndir með barnaklámi.

Kreppubrandarar -fyrsti skammtur

Þið hafið verið dugleg að svara beiðni um kreppubrandara og myndir. Kærar þakkir. Hér kemur fyrsti skammtur:

Stálu umferðarljósum

Umferðarljósum var stolið í gærkvöldi af gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík. Ljósahausinn sem tekinn var ófrjálsri hendi er nokkru minni en hefðbundin ljós og var hann festur á miðjan staur, sem er vestanmegin gatnamóta fyrir umferð frá Holtavegi að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ljósin voru sett upp nýlega og tengd ljósastýringu á mánudag.

Ríkið beri ekki ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs

Ríkisendurskoðun telur að fella eigi Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkissjóðs og segir að sjóðurinn geti með engu móti talist eign ríkisins og það beri heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings.

Heilsuverndarstöðin gjaldþrota

Heilsuverndarstöðin hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að fá að hætta starfsemi. Hjá Heilsuverndarstöðinni störfuðu 33 einstaklingar við að veita endurhæfingarþjónustu til 50 skjólstæðinga. Öllu starfsfólki Heilsuverndarstöðvarinnar hefur verið sagt upp.

Stillimynd á Skjá einum í kvöld

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdarstjóri Skjásins sem m.a rekur Skjá einn segir að engar auglýsingar verði sýndir á stöðinni í kvöld. Hún boðar breytingar á dagskránni en vill ekki gefa upp hverjar þær breytingar séu. Samkvæmt heimildum Vísis verður engin dagskrá á Skjá einum í kvöld.

Fjármagn til Nýrrar sýnar kom ekki frá íslenskum viðskiptabönkum

„Maður kemur fram opinberlega og segist ætla að brjóta á rétti annars manns. Sá seinni segir: Ef þú brýtur á rétti mínum mun ég kæra þig. Sá fyrri kallar það ósvífnar og forkastanlegar hótanir.“ Þetta er upphafið að yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni 365 hf.

Vilja klára vinnu við hollenska lánið

Hollendingar leggja áherslu á að ljúka vinnu varðandi sameiginlega viljayfirlýsingu þeirra og Íslendinga sem fjármálaráðherrar ríkjanna gáfu út þann 11. október síðastliðinn. Yfirlýsingin miðar að því að Hollendingar láni Íslendingum til þess að unnt verði að standa skil á greiðslum úr tryggingasjóði innistæðueigenda til hollenskra sparifjáreigenda. Hendrieneke Bolhaar, talskona Wouter Bor, fjármálaráðherra Hollands, segir í samtali við Vísi að Hollendingar leggi á það áherslu að ljúka þessari vinnu eins fljótt og auðið er.

Dæmdur fyrir kynmök við 12 ára stúlku

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna, fyrir að hafa haft kynmök við 12 ára stúlku.

Fjármálaráðherra dró upp kolsvarta efnahagsmynd

Fulltrúar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna bjuggust ekki við að Árni Mathiesen fjármálaráðherra boðaði fagnaðarerindi af neinu tagi í ræðu sinni í dag en myndin sem hann dró upp af ástandinu var greinilega enn svartari en margir höfðu búist við að sjá.

Sjá næstu 50 fréttir