Innlent

Skora á formann Sjálfstæðisflokksins að velja hæfa menn

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi skorar á formann Sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að við endurreisn fjármálakerfis þjóðarinnar veljist einungis til starfa þeir, sem njóta óskoraðs trausts og hæfis til starfa.

Óhjákvæmiilegt sé í ljósi þess að stjórnendur Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki nú þegar. Jafnframt telur stjórnin óhjákvæmilegt að nú þegar verði leitað eftir aðildarviðræðum að Evrópusambandinu, þannig að í ljós komi hvaða kostum þjóðin standi frammi fyrir, ef til aðildar kemur, segir í ályktun sjálfstæðisfélaganna á Akranesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×