Innlent

Heilsuverndarstöðin gjaldþrota

Starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar fór fram í húsnæði gömlu heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg.
Starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar fór fram í húsnæði gömlu heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg.

Heilsuverndarstöðin hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að fá að hætta starfsemi. Hjá Heilsuverndarstöðinni störfuðu 33 einstaklingar við að veita endurhæfingarþjónustu til 50 skjólstæðinga. Öllu starfsfólki Heilsuverndarstöðvarinnar hefur verið sagt upp.

,,Ástæðan fyrir þessari lokun er að Heilsuverndarstöðin hefur átt við rekstrarvanda að stríða sem m.a. er tilkominn vegna þeirrar fjárfestingar sem lagt var út til að endurnýja gömlu heilsuverndarstöðina að Barónsstíg 47," segir Gestur Pétursson, stjórnarformaður fyrirtækisins, í tilkynningu.

Í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið, Miðstöð heimahjúkrunar og starfsfólk hafa önnur úrræði verið tryggð gagnvart skjólstæðingum Heilsuverndarstöðvarinnar. Allir skjólstæðingar fyrirtækisins búa heima en hafa notið tímabundinnar endurhæfingarþjónustu til að gera þeim kleift að búa lengur heima.

Gestur segir að til að styrkja fjárhagslega stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar var farið út í aðgerðir til að lækka skuldir félagsins og auka eigið fé. ,,Í byrjun september var bjart útlit fyrir því að nýtt fjármagn kæmi inn í félagið til að styrkja það á þann hátt að félagið kæmist yfir þann hjalla sem hafði myndast. Nú er hins vegar ástand fjármálamarkaðarins þess eðlis að fullreynt er að fá nýtt fjármagn að félaginu."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×