Byko dæmt til að greiða tæpar sex milljónir í bætur vegna vinnuslyss 13. nóvember 2008 17:19 Hæstiréttur dæmdi í dag Byko til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum tæpar sex milljónir króna í skaðabætur, auk vaxta, vegna vinnuslyss. Tildrög slyssins voru þau að stúlkan, sem var sautján ára þegar slysið varð, og önnur stúlka fluttu þungt vörubretti á hjólatrillu. Til að forða því að trillan lenti á viðskiptavini urðu þær að breyta akstursstefnu trillunnar með þeim afleiðingum að stúlkan klemmdist. Dómurinn telur óumdeilt að þungi varningsins á vörubrettinu sem stúlkan flutti með trillunni milli staða í verslun Byko hefði verið u.þ.b. 1,6 tonn. Vitni báru að stúlkurnar hefðu áður flutt farm á milli staða í versluninni á trillunni.Farmurinn of þungur Stúlkurnar sögðu þó báðar fyrir dómi að ekki hefði fyrr verið um svo þungan farm að ræða. Talið var sannað með framburði stúlkunnar og samstarfsfólks hennar að stúlkurnar hefðu ekki fengið leiðbeiningar um það hvernig þær hefðu átt að bera sig að við flutninginn. Stjórnendur Byko andmæltu þeirri staðhæfingu stúlkunnar að þær hefðu fengið tilmæli um að fara með farminn á trillunni umrætt sinni. Forsvarsmenn Byko byggðu þó ekki á því að ætluð sök stúlkunnar hefði falist í því að hafa notað trilluna umrætt sinn, heldur eingöngu á því að stúlkurnar hefðu farið of hratt yfir. Sönnun um bein fyrirmæli umrætt sinn skipti því ekki máli við úrlausn málsins.Dómurinn féllst á rök stúlkunnar Fallist var á með stúlkunni að verkið hefði verið ofvaxið líkamlegu atgervi hennar og að það hefði verið andstætt ákvæðum í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þar sem kveðið er á um bann við að fela unglingum störf við ákveðnar aðstæður. Samkvæmt þessu var Byko dæmt til að greiða stúlkunni skaðabætur. Ekki var talið sannað að stúlkan og samstarfskona hennar hefðu sýnt af sér gáleysi með því að fara of hratt yfir með trilluna og var því ekki talið efni til að lækka bætur til stúlkunnar vegna eigin sakar. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Byko til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum tæpar sex milljónir króna í skaðabætur, auk vaxta, vegna vinnuslyss. Tildrög slyssins voru þau að stúlkan, sem var sautján ára þegar slysið varð, og önnur stúlka fluttu þungt vörubretti á hjólatrillu. Til að forða því að trillan lenti á viðskiptavini urðu þær að breyta akstursstefnu trillunnar með þeim afleiðingum að stúlkan klemmdist. Dómurinn telur óumdeilt að þungi varningsins á vörubrettinu sem stúlkan flutti með trillunni milli staða í verslun Byko hefði verið u.þ.b. 1,6 tonn. Vitni báru að stúlkurnar hefðu áður flutt farm á milli staða í versluninni á trillunni.Farmurinn of þungur Stúlkurnar sögðu þó báðar fyrir dómi að ekki hefði fyrr verið um svo þungan farm að ræða. Talið var sannað með framburði stúlkunnar og samstarfsfólks hennar að stúlkurnar hefðu ekki fengið leiðbeiningar um það hvernig þær hefðu átt að bera sig að við flutninginn. Stjórnendur Byko andmæltu þeirri staðhæfingu stúlkunnar að þær hefðu fengið tilmæli um að fara með farminn á trillunni umrætt sinni. Forsvarsmenn Byko byggðu þó ekki á því að ætluð sök stúlkunnar hefði falist í því að hafa notað trilluna umrætt sinn, heldur eingöngu á því að stúlkurnar hefðu farið of hratt yfir. Sönnun um bein fyrirmæli umrætt sinn skipti því ekki máli við úrlausn málsins.Dómurinn féllst á rök stúlkunnar Fallist var á með stúlkunni að verkið hefði verið ofvaxið líkamlegu atgervi hennar og að það hefði verið andstætt ákvæðum í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þar sem kveðið er á um bann við að fela unglingum störf við ákveðnar aðstæður. Samkvæmt þessu var Byko dæmt til að greiða stúlkunni skaðabætur. Ekki var talið sannað að stúlkan og samstarfskona hennar hefðu sýnt af sér gáleysi með því að fara of hratt yfir með trilluna og var því ekki talið efni til að lækka bætur til stúlkunnar vegna eigin sakar.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira