Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 14.700 ljósmyndir og yfir 200 hreyfimyndir með barnaklámi.

Maðurinn hafði í héraði verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi, þar af tíu skilorðsbundna, en Hæstiréttur þyngdi refsinguna í 15 mánuði sem allir eru óskilorðsbundnir. Með brotinu rauf maðurinn skilorð eldri dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku. Tók Hæstiréttur tillit til þess og dæmdi málin í einu lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×