Innlent

Elín Landsbankastjóri með 1950 þúsund

Elín Sigfúsdóttir bankastjóri Nýja Landsbankans.
Elín Sigfúsdóttir bankastjóri Nýja Landsbankans.

Elín Sigfúsdóttir bankastjóri hins Nýja Landsbanka er með 1950 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kom fram á fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun.

Bankastjórar hinna tveggja ríkisbankanna voru búnir að gefa upp laun sín og eru því laun allra bankastjóranna þriggja komin í ljós.

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings reið á vaðið í viðtali á Stöð 2 þegar hann upplýsti að mánaðarlaun sín væru 1950 þúsund krónur.

Í kjölfarið upplýsti Birna Einarsdóttir bankastjóri Nýja Glitnis að hún væri með 1750 þúsund krónur á mánuði. Finnur fór þá fram á launalækkun upp á 200 þúsund krónur.

Elín er því launahæsti bankastjóri hinna þriggja ríkisbanka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×