Innlent

Mörg hundruð manns samankomnir á félagsfundi VR

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.

Mörg hundruð manns eru saman komnir á félagsfundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur sem haldinn er á Grand hóteli í kvöld klukkan hálfátta. Á fundinum gerir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings.

Smalað var á fundinn enda gengu þeir Lúðvík Lúðvíksson og Kristófer Jónsson, starfsmenn Mest, í fyrirtæki í gær til að hvetja félagsmenn til að mæta. Þeir hafa sagt, í samtali við Fréttablaðið, að þeir ætli að fella formanninn með öllum tiltækum ráðum, til dæmis með vantrauststillögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×