Innlent

Þrjú af hverjum fjórum fyrirtækjum með netsíðu

MYND/E.Ól

Áttatíu prósent fyrirtækja á Íslandi með tíu starfsmenn eða fleiri eru með svokallað staðarnet, 56 prósent þráðlaust staðarnet og 18 prósent fyrirtækjanna nota opinn hugbúnað.

Þetta kemur fram í nýju hefti Hagstofunnar um tæknibúnað, netnotkun og rafræn viðskipt fyrirtækja. Könnun Hagstofunnar sýnir enn fremur að vefsíða er aðgengileg hjá 77 prósentum fyrirtækja og hjá helmingi íslenskra fyrirtækja eru upplýsingar um vörur og þjónustu aðgengilegar á vefsíðu.

Þá sýnir könnunin að tæplega 40 prósent fyrirtækja pöntuðu vörur eða þjónustu um netkerfi á síðasta ári og tæplega fjórðungur fyrirtækja seldi vörur eða þjónustu um netkerfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×