Fleiri fréttir

Áfram í varðhaldi vegna fíkniefnaverksmiðju

Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson voru í héraðsdómi í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Staðið við skuldbindingar í þróunarmálum

,,Við stöndum við það sem við höfum tekið að okkur og það er kjarni málsins," segir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir utanríkisráðuneytisins vegna yfirstandi efnahagsþrenginga.

Kalla eftir framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Samtök atvinnulífsins kalla eftir framtíðarsýn frá stjórnvöldum. Atvinnulífið þoli ekki mikið lengur hina heimatilbúnu óvissu. Á þriðja hundrað stjórnenda ræddu framtíð Íslands á Grand hótel í morgun.

Stjórnarflokkar reyna að ná saman í stórum málum

Stjórnarflokkarnir freista þess að ná saman um stefnumörkun varðandi yfirstjórn Seðlabanka Íslands, Evrópusambandsaðild og upptöku evru. Það virðist vera dagaspursmál um hvort flokkarnir nái saman, en meiningarmunur er djúpstæður í þessum veigamiklu málefnum.

Allt að 14 króna munur á bensínverði

Þótt öll olíufélögin séu nú búin að hækka eldsneytisverð er hlaupin samkeppni í bensínsöluna því munur á hæsta og lægsta bensínverði er allt að fjórtán krónum.

Kosningar í vor og innganga í Evrópusambandið

Ungir jafnaðarmenn vilja að kosið verði til Alþingis á fyrri hluta næsta árs. Það er nauðsynlegt til þess að ná sátt í íslensku samfélagi. Pólitískt umhverfi Íslands er breytt eftir fall fjármálakerfisins og kjósendur eiga að fá tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig uppbyggingu Íslands verður háttað. Ríkisstjórn landsins þarf að sækja nýtt umboð til þjóðarinnar.

Námsmenn erlendis fá ekki sjálfkrafa aukalán vegna kreppunnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að umsóknir námsmanna erlendis um aukalán vegna kreppunnar verði metnar hver fyrir sig og því fái námsmenn lánið ekki sjálfkrafa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga hækkaður með lögum

Samgönguráðherra kynnir síðar í mánuðinum frumvarp sem hækkar lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi úr 50 í eitt þúsund. Ráðherrann ræddi í gær við fulltrúa fámennra sveitarfélaga þar sem hann kynnti hugmyndirnar. Samkvæmt frétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins lýsti Kristján L. Möller samgönguráðherra fyrirætlunum sínum en hugmyndir eru um að sveitarfélögum verði gefinn aðlögunartími til að vinna að sameiningum fram til ársins 2012. Eftir það myndi hin væntanlega lagabreyting taka gildi. Kristján tók þó fram á fundinum að ef rök mæltu með undanþágu yrði tekið tillit til sérstakra aðstæðna.

Reiknar með fjölmenni á félagsfundi

,,Ég veit ekki á hverju ég á von þar sem ég hef fengið stuðning frá félagsmönnum en líka gagnrýni," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, um félagsfund sem haldinn verður í kvöld.

Tekur undir kröfur Gylfa um að ráðherrar víki

Skúli Thoroddssen, framkvæmdastjóri Starfgreinasambandsins, tekur undir þær kröfur Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á bankahruninu og segja af sér.

Háþrýstiþvottur í fullum gangi

Samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðistflokknum er hárþýstiþvottur í fullum gangi í Valhöll, höfuðstöðvum félagsins. Rauðri málningu var skvett á húsið í nótt og fór hún aðallega á glugga byggingarinnar en einnig á veggi hennar.

Dæmdur fyrir að hafa bitið dyravörð í fingurinn

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sakfellt karlmann fyrir að hafa bitið í litla fingur dyravarðar í Félagsheimilinu Víkurbæ í Bolungarvík þannig að hann hlaut tveggja sentímetra skurð.

Handtekin eftir innbrot í Hveragerði

Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu par á þrítugsaldri á sjötta tímanum í morgun, þegar það var á leið til borgarinnar á vörubíl, eftir innbrot í iðnaðarhús í Hveragerði í nótt.

Stálu 200 kg af beitu

Lögreglan á Akranesi leitar nú að þjófi, eða þjófum, sem stálu tvö hundruð kílóum af beitu, aðallega smokkfiski, úr geymsluskúr á athafnasvæði smábátaútgerða á Breiðunni.

Skeggöld, skálmöld, skildir klofnir

Skálmöld ríkti í Reykjavík i nótt þegar stór flugeldaterta var sprengd við Alþingishúsið rétt um miðnætti og rauðri málningu var sprautað upp á norðurhlið Valhallar, eða hús Sjálfstæðisflokksins, allt upp í átta metra hæð.

Ágúst Ólafur: Hótun Jóns Ásgeirs með ólíkindum

„Mér finnst það afar sérkennilegt ef menn telja sig geta hótað þingmönnum með þessum hætti, að þeir verði einfaldlega kærðir ef þeir spyrji ákveðinna spurninga," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis.

Jón Ásgeir hótar lögsókn fari upplýsingar um fjármögnun 365 fyrir Alþingi

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 hf, krefst þess að Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis hætti við að knýja forsvarsmenn ríkisbankanna þriggja um svör við lánafyrirgreiðslum vegna kaupa á fjölmiðlahluta 365. Láti hann ekki af kröfunni muni Jón Ásgeir kæra.

Gagnrýnir birtingu fjölmiðla á tölvupóstum Bjarna Harðarsonar

Varaþingmaður vinstri grænna telur að fjölmiðlar hafi brotið landslög með því að birta tölvupóst Bjarna Harðarsonar fyrrverandi þingmanns. Fjölmiðlafræðingur við Háskólann á Akureyri segir það rétta ákvörðun að birta póstinn.

Sendiráðum lokað og sparað í varnar- og þróunarsamvinnumálum

Sendiráðum Íslands í Pretoríu og Róm verður lokað á næsta ári og sömuleiðis sendiskrifstofu fastanefndar Íslands við Evrópuráðið í Strassborg ásamt einni af sendiskrifstum Þróunarsamvinnustofnunar. Þetta er liður í sparnaðaraðgerðum utanríkisráðuneytisins vegna efnahagskreppunnar.

Vilja rukka fyrir notkun nagladekkja

Framkvæmda- og eignaráð borgarinnar hefur ákveðið að leita eftir heimildum til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi ráðsins í vikunni.

Barroso leggst gegn láni leysi Íslendingar ekki deilur fyrst

Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að Íslendingar verði að gera út um deilur sínar við Hollendinga, Breta og Belgíu áður en þeir fái fjárhagslán afgreitt. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag í kjölfar samtals sem Barroso átti við Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs.

Kristín nýr sendiherra

Kristín A. Árnadóttir hefur verið skipuð sendiherra og henni falið að stýra nýrri skrifstofu yfirstjórnar. ,,Við erum öll sammála um það sé val valið. Kristín er öfugur stjórnandi og kraftmikil," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á blaðamannafundi fyrr í dag.

Skilorðsbundið fangelsi og há sekt fyrir skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 64 milljóna króna í sekt fyrir að að hafa ekki staðið skil á greiðslu á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum við rekstur fyrirtækis síns.

Ísland fær 96.000 tonna kolmunnakvóta

Samkomulag hefur náðst á meðal strandríkja um aflamark í kolmunna fyrir næsta ár. Samkvæmt samkomulaginu verður heimilt að veiða 590.000 tonn.

Þorgerður telur sig ekki vanhæfa í bankamálum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra telur sig ekki hafa verið vanhæfa til að fjalla um yfirtöku ríkisins á viðskiptabönkunum þremur og ákvörðunum um nýju bankana þar sem ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald heldur pólitískur samráðsvettvangur.

UVG vilja að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfinu

Ung vinstri græn krefjast þess að boðað verði til kosninga eins fljótt og auðið er. Þá er Samfylkingin hvött til að rifta stjórnarsamstarfinu. Í ályktun sem félagið hefur samþykkt kemur fram að eftir það sem „á undan sé gengið er það bæði siðferðisleg krafa og lýðræðislega nauðsynlegt að kosið verði um nýtt fólk og nýja stefnu til að byggja á til framtíðar."

Nýju bankarnir fá 385 miljarða í eigið fé

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja til 385 milljarða króna til hinna nýju íslensku viðskiptabanka. Þetta kom fram í máli Gunnars Svavarssonar, formanns fjárlaganefndar, á Alþingi í dag.

Sultartangastöð komin að hluta í rekstur

Eftir þrálátar bilanir í spennum Sultartangastöðvar undanfarið ár er nú annar tveggja spenna stöðvarinnar kominn aftur í rekstur eftir bráðabirgðaviðgerð.

Taldist ekki hafa slegið lögregluþjón viljandi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um brot gegn valdstjórninni. Honum var gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni og slegið hann í andlitið við veitingastað í Reykjanesbæ.

Hollendingar vilja vita hvar peningarnir þeirra eru

Hópur Hollendinga, sem tapaði sparifé sínu þegar Icesave-reikningarnir voru lokaðir ytra, mun ræða við fulltrúa Landsbankans í dag. Ráðgert er að fólkið fundi einnig með stjórnmálamönnum hér á landi.

Skorið niður um 20 prósent í utanríkis- og varnarmálum

Til stendur að skera niður í starfsemi utanríkisþjónustunnar fyrir um 2,2 milljarða króna. Ráðgert er að loka fjórum sendiskrifstofum og draga saman í varnartengdum verkefnum og þróunaraðstoð. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Greinilega alvarlegir hnökrar á málsmeðferð á IMF-umsókn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað afgreiðslu á rúmlega tveggja milljarða dollara láni til Íslands um óákveðinn tíma að því er fram kemur í Financial Times í dag. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að greinilega séu alvarlegir hnökrar á málsmeðferðinni.

Sjá næstu 50 fréttir