Innlent

Dómi vegna kynferðisbrots og líkamsárásar vísað heim í hérað

Hæstiréttur hefur ómerkt fangelsisdóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni vegna brota gegn þáverandi unnustu sinni og vísað aftur heim í hérað.

Maðurinn var ákærður fyrir að frelsissviptingu, líkamsárás og naugðun gagnvart henni og hlaut í héraði eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Samkvæmt ákæru var um mjög gróf brot að ræða.

Hæstiréttur koms hins vegar að því að maðurinn hefði ekki verið inntur eftir því fyrir héraðsdómi hver afstaða hans hefði verið til nánar tiltekinna þátta sakarefnisins. Taldi Hæstiréttur því slíka annnmarka á meðferð málsins að óhjákvæmilegt væri að ómerkja dóminn og vísa málinu heim í hérað á ný. Þar á að taka frekari skýrslur af ákærða, flytja málið munnlega á ný og kveða upp dóm að því loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×