Innlent

Aðstoðarríkislögreglustjóri vill á Suðurnes

Sigríður Björk Guðjónsdóttir er meðal umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir er meðal umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Fjórir sækjast eftir því að verða lögreglustjóri á Suðurnesjum, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 11. nóvember síðastliðinn.

Þetta eru þau Alda Hrönn Jóhannsdóttir, löglærður fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ásgeir Eiríksson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Keflavík, Halldór Frímannsson, sérfræðingur og lögmaður á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri.

Staðan var auglýst eftir að Jóhann Benediktsson sagði starfi sínu lausu í september í kjölfar deilna við dómsmálaráðherra. Var Ólafur K. Ólafsson, lögreglustjóri og sýslumaður Snæfellinga, þá settur lögreglustjóri á Suðurnesjum til áramóta.






Tengdar fréttir

Talið líklegt að Sigríður Björk sæki um á Suðurnesjum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri vill hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum en starfið var auglýst laust til umsóknar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt,"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×