Innlent

Skeggöld, skálmöld, skildir klofnir

Valhölll þrifin í morgun.
Valhölll þrifin í morgun. Mynd/EGILL

Skálmöld ríkti í Reykjavík i nótt þegar stór flugeldaterta var sprengd við Alþingishúsið rétt um miðnætti og rauðri málningu var sprautað upp á norðurhlið Valhallar, eða hús Sjálfstæðisflokksins, allt upp í átta metra hæð.

Það hefur líklega gerst um þrjúleytið í nótt. Hettuklæddir menn sáust hlaupa frá Alþingishúsinu eftir að tertan byrjaði að springa þar en ekki sást til gerningsmanna við Valhöll. Engar skemmdir urðu á Alþingishúsinu. Lögreglu hafði borist SMS-skilaboð um að mála ætti Alþingishúsið í nótt en ekki varð af því enda jók lögregla eftirlit með húsinu.

Þá var brotist inn í bakarí við Ármúla og þaðan stolið á annað hundrað þúsund krónum. Einnig var brotist inn í húsnæði Heimilisiðnaðarsambandsins við Nethyl og þar rótað í öllu að leit að fjármunum. Þjófarnir komust undan í báðum tilvikum.

Loks króaði lögreglan ölvaðan ökumann af í nótt. Hann brást hinn versti við og réðst að lögrelgumönnunum. Eftir snörp átök var hann yfirbugaður og járnaður. Hann gistir nú fangageymslur.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×