Innlent

Aflinn dróst saman um sex prósent í október

Heildarafli íslenskra skipa í október, metinn á föstu verði, var 6,2 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Alls nam aflinn um 91 þúsund tonnum í nýliðnum október en hann var 98 þúsund tonn í fyrra. Botnfiskafli jókst um 3.400 tonn í október og má það að mestu rekja til aukins karfaafla. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 49.200 tonnum og var nær eingöngu síld. Hann dróst hins vegar saman um rúm tíu þúsund tonn frá október í fyrra.

Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að það sem af er árinu hafi heildafli íslenskra skipa dregist saman um 4,3 prósent miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×