Innlent

Handtekin eftir innbrot í Hveragerði

Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu par á þrítugsaldri á sjötta tímanum í morgun, þegar það var á leið til borgarinnar á vörubíl, eftir innbrot í iðnaðarhús í Hveragerði í nótt.

Öryggisvörður sá til fólksins og tilkynnti lögreglu um ferðir þess. Lögrglan á Selfossi leiltaði þá aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fór á móti fólkinu og stöðvaði för þess. Verðmæta er saknað af innbortsstaðnum, en ekki liggur fyrir hvort þýfið fanst í vörubílnum eð ekki. Fólkið, sem áður hefur gerst bortlegt við lög, bíður nú þess að verða yfirheyrt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×