Innlent

Rennsli Skaftár sextánfaldast

Rennsli Skaftár hefur sextánfaldast frá því að hlaup hófst í ánni í morgun og mældist nú síðdegis 1.100 rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind.

Almannavarnir segja að búast megi við enn frekari aukningu og að hlaupið nái sennilega hámarki á morgun. Vísindamenn sem flugu yfir Skaftárkatla í dag sáu að stórar hringsprungur höfðu myndast umhverfis eystri ketilinn, þaðan sem hlaupið kemur, og er svæðið þar með öllu ófært yfirferðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×