Innlent

Biskup hvatti til umhyggju og samstöðu

Biskup Íslands hvatti fólk til að sýna umhyggju og samstöðu þegar hann fjallaði um efnahagsástandið í predikun sinni í morgun.

Það var þétt setin guðsþjónustan í Seltjarnarneskirkju í morgun. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands predikaði og reyndi hann að hughreysta landsmenn á þeim erfiðu tímum sem þjóðin gengur í gegnum. Hann sagði síðustu daga hafa verið örlagaríka og marga finna með einhverjum hætti fyrir missi, sorg og kvíða.

Kreppan hafi afhjúpað hvernig mikill auður eigna myndaðist vegna heppni en ekki vegna þess að áður óþekktar auðlindir fundust.

Fjöldi fólks hefði misst ævisparnaðinn og margir horfðust í augu við að missa vinnuna. Því væri mikilvægt að landsmenn sýndu nú samstöðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×