Innlent

Kraumandi ferðatilboð til ódýrustu höfuðborgar norðursins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Reykjavík er orðin ódýrasta höfuðborg á Norðurlöndum í kjölfar hinna efnahagslegu hamfara sem Ísland hefur sætt og vefútgáfa Jyllandsposten danska gerir sér mat úr þessu með því að hafa ferðaábendingu vikunnar Íslandsferð.

Blaðið bendir á að Ísland hafi stimplað sig rækilega inn á heimskortið á síðustu árum og sé fullkomlega með á nótunum í mat, tísku, tónlist og fagurri náttúru. Nú sé svo komið að Reykjavík skáki París og Róm fullkomlega sem eftirsóknarverður ferðamöguleiki enda sé sjóðandi heitt pakkatilboð flugfélags eins í Danmörku ekki af verri endanum - þriggja daga Íslandsferð með flugi og gistingu á þriggja stjörnu íslensku hóteli fyrir aðeins 1.900 danskar krónur. Í fyrra nægði þessi upphæð ekki einu sinni til að komast aðra leiðina til Íslands, hvað þá til að gista.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×