Innlent

Kreppan stórbætir umferðarmenningu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ekki einn einasta ökumann fyrir of hraðan akstur í dag. Þegar vakthafandi varðstjóri var inntur skýringa á því hvað slík rólegheit ættu að þýða hjá frægustu hraðagildru landsins þurfti hann ekki að hugsa sig tvisvar um: „Fólkið er bara að spara bensínið í kreppunni."

Þar sannast rækilega hið fornkveðna, að fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott




Fleiri fréttir

Sjá meira


×