Innlent

Hraðakstur og innbrot í umdæmi Borgarneslögreglu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan í Borgarnesi hafði afskipti af einum ökumanni í nótt vegna gruns um ölvun við akstur. Þá varð þriggja bíla árekstur við Hvalfjarðargöngin í gærkvöldi en þar var að sögn lögreglu aðeins um minni háttar nudd að ræða.

Í gær komst einnig upp um innbrot í fjóra sumarbústaði í Munaðarnesi og vinnur lögregla að rannsókn málsins. Talið er að innbrotin hafi verið framin fyrr í vikunni. Ekki er um miklar skemmdir á innanstokksmunum að ræða en þjófarnir höfðu á brott dýr tæki á borð við flatskjái og hljómflutningstæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×