Innlent

Geir sakar bresk stjórnvöld um að knésetja Kaupþing

Forsætisráðherra sakar bresk stjórnvöld um að hafa gert aðför að Íslendingum síðustu daga og knésett Kaupþing. Hann ræddi við flokksmenn sína í Valhöll í morgun.

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í morgun. Flokksráðsfundir eru haldnir annað hvert ár og sitja um þrjú hundruð manns fundinn.

Við setningu fundarins ræddi Geir H. Haarde stöðu efnahagsmála og gerði samskipti Íslendinga og Breta að umtalsefni sínu. Hann sagði þær aðgerðir sem bresk stjórnvöld hefðu gripið til gegn íslenskum hagsmunum þar í landi í síðustu viku vera fullkomlega óforsvaranlegar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×