Innlent

Ingibjörg Sólrún heim í næstu viku

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er væntanleg til landsins um miðja næstu viku. Niðurstöður rannsókna sem hún gekkst undir í gær voru góðar, að sögn Kristrúnar Heimisdóttur, aðstoðarmanns hennar, og töldu læknar því að henni væri óhætt að ferðast heim.

Góðkynja mein greindist í höfði hennar fyrir um þremur vikum eftir að hún veiktist á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Í framhaldinu gekkst hún undir aðgerð sem heppnaðist vel. Enn er þó óljóst hvenær hún getur mætt aftur til vinnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×