Innlent

Kröfur um afsögn Seðlabankastjórnar rata í erlendar fréttir

MYND/GVA

Krafa um afsögn bankastjórnar Seðlabankans hefur ratað í fréttir fyrir utan landsteinana.

Í frétt á vef Guardian er vísað til þess að Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hafi látið þau orð falla í sjónvarpsþætti í gær að þörf væri á að endurskoða peningastefnu Seðlabankans og að hluti af því væri að skipta um stjórnendur í bankanum. Vísað er til viðtals Sigmundar Ernis Rúnarssonar í Mannamáli.

Á vef Guardian kemur fram að Jóhanna hafi verið spurð hvort Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabankans, eigi að víkja og þá svaraði hún því til að breytinga væri þörf. Guardian bendir á að krafan um afsögn stjórnar Seðlabankans hafi orðið háværari í þjóðfélaginu að undanförnu en að Jóhanna sé fyrsti ráðherrann til að kalla eftir afsögninni. Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi hins vegar staðið þétt við bakið á Seðlabankastjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×