Innlent

Stefnt að því að ráða nýjan forstjóra Landsvirkjunar í mánuðinum

Ingimundur Sigurpálsson.
Ingimundur Sigurpálsson.

Búið er að ræða við nokkra umsækjendur um forstjórastarfið í Landsvirkjun, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar.

Alls bárust 55 umsóknir um starfið en umsóknarfrestur rann út 26. september. Ingimundur segir að ekki sé búið að tímasetja hvenær tilkynnt verði um ráðninguna en stjórn Landsvirkjunar ætli að taka sér góðan tíma. Hann segir þó stefnt að því að ráða nýjan forstjóra í stað Friðriks Sophussonar fyrir lok mánaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×