Innlent

Sex grunaðir um ölvunar- eða fíkniefnaakstur í Borgarnesi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Borgarnesi hafði í nógu að snúast frá klukkan þrjú í nótt. Þá voru afskipti höfð af einum ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit á heimili hans í kjölfarið fannst lítilræði af fíkniefnum og loftskammbyssa.

Tveimur klukkustundum síðar stöðvaði lögregla ungan ökumann sem einnig er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig með fíkniefni á sér. Á áttunda tímanum í morgun var einn stöðvaður vegna ölvunaraksturs og tveir í viðbót um klukkustundu síðar vegna þess sama. Einn ölvaður ökumaður var svo gripinn í viðbót fyrir stundu. „Þetta var alveg kappnóg af verkefnum fyrir tvo menn," sagði lögregluþjónninn sem Vísir ræddi við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×