Innlent

Forsetinn sækir Íslendinga heim

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsækir á næstu dögum vinnustaði, skóla, samfélagsstofnanir, byggðarlög og hjálparmiðstöðvar.

 

Í heimsóknum sínum mun forsetinn ræða við borgarana um það hvernig treysta megi undirstöður efnahagslífs og samfélags, sækja fram til nýrra og betri tíma og nýta hinar margvíslegu auðlindir landsins og þann fjölþætta mannauð sem þjóðin býr yfir.

 

„Mikilvægt er að efla samstöðu og gagnkvæman stuðning landsmanna allra, bjartsýni og sóknarhug," segir í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×