Innlent

Aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika kynnt hjá ÍLS á næstunni

Aðgerðir til að stoða þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) verða kynntar á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í Silfri Egils.

Jóhanna ræddi m.a. um að frysta bæri afborgunum tímabundið á lánum í erlendri mynt, skoða ætti sérstaklega mál þeirra íbúðaeigenda sem væru í vanskilameðferð og samþykkja þyrfti ný lög um greiðsluaðlögun strax.

Þá ræddi Jóhanna einnig um nauðsyn þess að stýrivextir yrðu lækkaðir strax því þá myndu aðrir vextir lækka um leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×