Fleiri fréttir

Steingrímur fékk Sjónlistaverðlaunin

Sjónlistaverðlaunin 2008 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugsafni Íslands á Akureyri í kvöld að viðstöddum menntamálaráðherra, Þorbjörgu Katrínu Gunnarsdóttur. Athöfnin var í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Svipti sig lífi á geðdeild

Karlmaður framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss fyrir skömmu. Málið er til skoðunar hjá Landlæknisembættinu en Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir ekki hægt að fyrirbyggja öll sjálfsvíg inni á geðdeildum, til þess sé geðlæknisfræðin of skammt á veg komin.

Yfirfull fangelsi

Fangelsi landsins eru yfirfull og hafa fangelsisyfirvöld neyðst til að vista fanga á lögreglustöðvum og tvímennt er í um tíu klefum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur verið skoðað hvort hægt sé að vista fanga í gámum.

Fórnarlamb í Þorlákshafnarárás tregt til að tjá sig

Héraðsdómur Suðurlands fjallar nú um þá kröfu lögreglunnar á Selfossi að pólskur maður og kona skuli áfram sæta varðhaldi vegna gruns um aðild að árás á samlanda þeirra í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudags.

Forseti Alþingis heimsótti Dúmuna

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, og Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona hans eru í opinberri heimsókn í Rússlandi 17.-22. september, í boði forseta Dúmunnar.

Hestaníðingur ákærður fyrir barsmíðar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út kæru á hendur tamningamanni fyrir að hafa barið hross ítrekað með svipu í andlit og fyrir að hafa slegið það með flötum lófa og krepptum hnefa í andlitið og síðuna.

Bæjarstjóri Ísafjarðar ávíttur

Meirihluti atvinnumálanefndar Ísafjarðarbææjar ávítti Halldór Halldórsson, bæjarstjóra, á fundi fyrr í vikunni fyrir afskipti af samningi við fyrirtækið Alsýn um atvinnuátak í sveitarfélaginu. Fréttavefurinn Skutull greinir frá þessu.

Adolf Guðmundsson býður sig fram til formanns LÍÚ

Adolf Guðmundsson framkvæmdastjóri Gullbergs ehf á Seyðisfirði hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 30. og 31. október nk. Fyrir liggur að Björgólfur Jóhannsson mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs.

Opinn fjárfestingarsjóður fjármagnar verkefni REI

Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag þá ákvörðun stjórnar Reykjavík Energy Invest að stofna opin fjárfestingarsjóð til þess að fjármagna verkefni REI.

Vilja að Kristinn segi af sér þingmennsku

Stjórn ungra frjálslyndra hvetur Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformanna Frjálslynda flokksins, til að segja af sér þingmennsku samstundis í ljósi þess að hann hafi ítrekað sýnt vanhæfi sitt til að gegna þingstörfum fyrir flokkinn.

Lögreglumenn frá Litháen í heimsókn á Íslandi

Fimm lögreglumenn frá frá Sirene skrifstofunni í Litháen eru staddir hér á landi í náms- og kynnisferð ásamt yfirmanni alþjóðadeildarinnar í Lichtenstein. Alþóðadeildin áformar þátttöku í Schengen samstarfinu innan tíðar.

„Þetta er enginn fullnaðarsigur“

Sú ákvörðun ljósmæðra og fjármálaráðherra að fallast á miðlunartillögu ríkissáttasemjara um kjarabætur til handa ljósmæðrum þýðir að verkföllum ljósmæðra, sem boðuð höfðu verið í næstu og þarnæstu viku, er aflýst. Þá hættir fjármálaráðherra við að stefna ljósmæðrum fyrir félagsdóm vegna meintra ólögmætra uppsagna.

Samkomulag ljósmæðra hefur áhrif á kjaradeilu lækna

Málamiðlunartillaga ríkissáttasemjara sem ljósmæður samþykktu fyrir stundu hefur bein áhrif á kjaradeilu lækna og samninganefndar ríkissins en næsti fundur í viðræðunum hefst eftir nokkrar mínútur.

Ríkisstjórnin tryggi að landeigendur geti varið sig

Landssamband landeigenda sendi Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf í síðustu viku þar sem farið er fram á það að hann beiti sér fyrir því að landeigendur geti varið sig í þjóðlendumálum.

Guðni: Flokksþing ákveður stefnuna í Evrópumálum

Stefna Framsóknarflokksins í Evrópumálum er ákveðin á flokksþingi, segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokkins. Hugmynd hóps meðal yngri forystumanna flokksins varðandi kosningar um aðildarviðræður hefur hvorki verið rædd í stjórn flokksins né þingflokknum, að sögn Guðna. ,,Þetta er það stórt mál og stór ákvörðun að hún verður ekki tekin nema að flokksþing komi að henni."

Felldi lögregluþjón við skyldustörf

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness nýverið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að lögreglumanni við skyldustörf fyrir utan veitingastað í Grindavík í fyrra.

Skólastarf fært út fyrir kennslustofur

Í Lundarskóla hefur skólastarf nú tímabundið verið fært út fyrir kennslustofurnar. Til að hrista saman nemendahópinn þurfa yngstu og elstu nemendurnir að starfa saman hlið við hlið og mælist það vel fyrir.

Hefðu getað sparað tugi milljóna með útboði

Reykjavíkurborg hefði getað sparað tugi milljóna króna á ári ef leitað hefði verið tilboða vegna leigu á skrifstofuhúsnæði. Borgin greiðir tæpan hálfan milljarð á ári í leigu fyrir Borgartún 10 til 12.

Sakar formann og þingflokksformann um einkavinavæðingu

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sakar formann og þingflokksformann flokksins um einkavinavæðingu. Hann segir þingflokksformanninn ekki starfi sínu vaxinn og er til í að taka við embættinu af honum.

Hjörleifur áfram forstjóri Orkuveitunnar

Hjörleifur Kvaran verður áfram forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins. Stjórnin fundaði í hádeginu þar sem endanleg ákvörðun var tekin og var gert hlé á fundinum til þess að tilkynna starfsmönnum þessi tíðindi.

Merkingum á hættulegum kafla hugsanlega flýtt

Drjúgur spölur af hættulegasta vegarkafla Suðurlandsvegar, á milli Hveragerðis og Selfoss, er ómerktur og þar vantar auk þess hliðarstikur. Vegfarendur segja stórhættulegt að fara þar um í myrkri og slæmu skyggni.

Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar

„Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim,

Fær Samfylkingin Bónus undir sig?

Bónus hefur sótt um leyfi til að opna matvöruverslun í gamla Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg 1. Umsókn þessa efnis var tekin fyrir á fundi skipulagsráðs í vikunni en ákvörðun um málið frestað.

Verður deila ljósmæðra og ríkisins leidd til lykta í dag?

Það ræðst nú eftir hádegið hvort það semst í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en þá kemur í ljós hvort fjármálaráðherra og ljósmæður sætta sig við miðlunartillögu sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram á fundi deilenda á þriðjudag.

Reynt að ná pólitískri sátt um forstjóra OR

Unnið er að því að ná pólitiskri sátt um forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn þeirra Sigrúnar Elsu Smáradóttur og Svandísar Svavarsdóttir, fulltrúa minnihlutans. Ákvörðun verður tekin um ráðninguna á stjórnarfundi í fyrirtækinu sem hefst klukkan tólf á hádegi.

Hættulegur kafli á Suðurlandsvegi ómerktur

Drjúgur spölur af hættulegasta vegarkafla Suðurlandsvegar, á milli Hveragerðis og Selfoss, er ómerktur og þar vantar auk þess hliðarstikur eftir að vegarkaflinn frá Kögunarhóli og niður undir Selfoss var malbikaður fyrir hálfum mánuði.

Segir ESB-álitsgjafaelítu ekki í tengslum við raunveruleikann

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að viðbrögð svokallaðrar álitselítu sem sé fylgjandi ESB-aðild við viðtali Stöðvar 2 við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í gær sýni hve í litlum tengslum við raunveruleikann þessi elíta sé.

Gagnrýna hafnfirskan vatnssölusamning

Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem eru þar í minnihluta, gagnrýna nýgerðan vatnssölusamning bæjarins við fyrirtækið Glacier World til 25 ára.

Dagur víðförlastur borgarfulltrúa

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur ferðast langmest allra borgarfulltrúa á kostnað borgarinnar, frá árinu 2005.

Steypa á uppboði

Fjórir steinsteypuklumpar úr Berlínarmúrnum verða boðnir upp á föstudaginn í Berlín.

Rannsókn á lokastigi í alvarlegu barnaverndarmáli

Rannsókn á máli þriggja barna sem talin eru hafa sætt alvarlegu ofbeldi af hálfu föður síns er á lokastigi. Þetta staðfesti yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag.

Sjá næstu 50 fréttir