Innlent

Hefðu getað sparað tugi milljóna með útboði

Reykjavíkurborg hefði getað sparað tugi milljóna króna á ári ef leitað hefði verið tilboða vegna leigu á skrifstofuhúsnæði. Borgin greiðir tæpan hálfan milljarð á ári í leigu fyrir Borgartún 10 til 12.

Rúmlega 400 vinnustöðvar eru í húsnæðinu og en samtals eru þetta um 13 þúsund fermetrar. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Reykjavíkurborg greiðir um 414 milljónir króna á ári í leigu fyrir skrifstofuhúsnæðið en eigandinn er fasteignafélagið Eykt hf. Húsið stendur á lóð sem borgin seldi árið 2000 fyrir 350 milljónir króna.

Minnihlutinn í borgarstjórn gagnrýndi á sínum tíma að ekki hafi verið leitað tilboða vegna leigu á skrifstofuhúsnæði.

Í samtali við fréttastofu sagði Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, að tvö fyrirtæki, Eykt og Stoðir, hefðu verið beðin um að leggja fram tilboð í september árið 2006. Var það mat borgaryfirvalda að aðeins þessi tvö fyrirtæki hefðu yfir að ráða húsnæði sem hentaði kröfu borgarinnar.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir aðspurður hvort hægt hefði verið að ná kostnaðinum niður með því að bjóða hann út að minnihlutinn hafi lagt það til.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×