Innlent

Guðfinna fékk tugmilljónir við starfslok hjá HR

Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður, fékk tugmilljónir króna frá Háskólanum í Reykjavík þegar hún lét af störfum sem rektor á síðasta ári.

Guðfinna var tekjuhæsti alþingismaðurinn á síðasta ári samkvæmt tekjublaði frjálsrar verslunar.

Mánaðarlegar tekjur Guðfinnu námu rúmur þremur milljónum króna og var hún því með helmingi meira í tekjur en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Heildartekjur Guðfinnu á síðasta ári námu samkvæmt þessu um 38 milljónum króna.

Guðfinna vildi ekki koma í sjónvarpsviðtal vegna málsins en sagði í samtali við fréttastofu að tekjurnar kæmu mestu leyti til vegna starfsloka hennar sem rektor Háskólans í Reykjavík.

Guðfinna hætti störfum sem rektor í byrjun síðasta árs en hún settist á þing að afloknum kosningum síðasta vor.

Guðfinna vildi ekki tjá sig um hversu háa greiðslu hefði verið að ræða og sagði það vera trúnaðarmál. Hún sagði hins vegar ekkert óeðlilegt við þessa greiðslu enda hefði Háskólinn verið að uppfylla ákvæði í ráðningarsamningi hennar.

Þó má áætla að um umtalsverða fjárhæð sé að ræða.

Sé miðað við að þingmenn hafi meðaltali um 500 þúsund krónur í tekjur á mánuði má áætla að tekjur Guðfinnu vegna þingstarfa á síðasta ári nemi um fjórum til sex milljónum króna.

Eftir standa um 32 milljónir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×