Fleiri fréttir

Ánægja með uppbyggingu á Vallarheiði

Mikill meirihluti íbúa á Vallarheiði í Reykjanesbæ er ánægður með uppbygginguna á svæðinu og þá þjónustu sem þar er boðið upp á samkvæmt nýrri könnun sem Capacent vann fyrir þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.

Vinur Geirs gefur 280 milljónir

Stofnskrá nýs styrktarsjóðs, sem kenndur er við Watanabe, var undirrituð af stofnandanum Toshizo Watanabe og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í dag.

Kona sem sökuð var um kynferðislega áreitni fær 800 þúsund í bætur

Hæstiréttur dæmdi í dag Landspítalann til að greiða hjúkrunarfræðingi á geðsviði 800 þúsund krónur í bætur vegna ákvörðunar sem stjórnendur spítalans tóku um að flytja hjúkrunarfræðinginn á milli deilda. Hjúkrunarfræðingurinn, kona sem starfaði á geðsviði

Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2

Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í dag um í krónuna, vextina og ástandið á mörkuðum.

Nálgunarbannsmál sent til Ríkissaksóknara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem teygði anga sína út fyrir landsteinanna á meintum brotum manns gegn sambýliskonu sinni. Málið hefur verið sent Ríkissaksóknara sem ákveður í framhaldinu hvort maðurinn verður ákærður.

Kýldi mann og annan og sveiflaði trékylfu

Héraðsdómur Suðurlands dæmdir í dag karlmann í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir ýmis brot, þar á meðal húsbrot, líkamsárás og vopnalagabrot.

Hlaut höfuðáverka í bílveltu

Karlmaður hlaut nokkur meiðsl, þar á meðal höfuðáverka, þegar bíll hans valt á Vesturlandsvegi við Þingvallaafleggjara um tvöleytið.

Varað við fjársvikara

Lögreglan varar hótel- og gisihúsaeigendur við fjársvikara en undanfarna daga hefur borið nokkuð á hótel- og gistirýmispöntunum erlendis frá þar sem uppgefin eru erlend kortanúmer til greiðslu.

Segir Kristin verða fyrir einelti

Guðjón Arnar Kristjánsson segir að Kristinn H. Gunnarsson sé lagður í einelti af einstaklingum í miðstjórn Frjálslynda flokksins.

Bjart yfir kafbátasmíði Íslendinga

Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn.

Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður

Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi

Úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af öðrum toga en kynferðisofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir vel koma til greina að víkka út starfsemina en þá þurfi bæði að fjölga starfsmönnum og flytja í stærra húsnæði.

Segir árás Jóns lítt dulbúna atlögu að Guðjóni Arnari

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að árás Jóns Magnússonar og stuðningsmanna hans á sig, sé lítt dulbúin atlaga að formanni flokksins sem miði að því að koma Jóni Magnússyni í formannssæti.

Sveitarfélög geta keypt nemakort í strætó

Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins og standa utan byggðarsamlagsins Strætó bs. geta nú í fyrsta skipti sótt um að kaupa nemakort fyrir þá íbúa sína sem stunda viðurkennt nám á framhalds- eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu.

Dynjandisheiði opnuð á ný

Vegagerðin hefur opnað veginn um Dynjandisheiði en hann lokaðist eftir mikið illviðri í fyrrinótt sem leiddi til flóða og aurskriða á Vestfjörðum. Fólk er þó beðið um að gæta varúðar við að fara um heiðina.

Notuðu barn sitt sem hnífaskotskífu

Rannsókn stendur yfir á máli þriggja barna á höfuðborgarsvæðinu sem sætt hafa alvarlegu ofbeldi af hálfu foreldris. Meðal annars hefur eitt þeirra verið notað sem hnífaskotskífa.

Össur býður Kristni í Samfylkinguna

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins.

Beita íslenskan sjávarútveg fjárkúgun

Alþjóðleg umhverfisverndarsamtök beita íslenskan sjávarútveg fjárkúgun með því að setja þorskinn á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu en bjóða síðan vottun gegn háu gjaldi, til að losa íslenskan þorsk af listanum. Þetta er skoðun LÍÚ, sem segir íslensk fyrirtæki þegar farin að missa viðskipti vegna slíkrar mafíustarfsemi.

Forstjóri Útlendingastofnunar mjög undrandi á úrskurði Hæstaréttar

Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar segist mjög undrandi á úrskurði Hæstaréttar en dómurinn hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að hælisleitandi sem grunaður er um hótanir og ofbeldi og að hafa villt á sér heimildir skuli sæta gæsluvarðhaldi í sex vikur.

Ráðherra dáist að hugrekki flóttakvenna

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, bauð í dag flóttakonurnar frá Al Walleed búðunum í Írak og börnin þeirra velkomin til landsins í móttöku sem bæjarstjórn Akraness hélt þeim.

Kemur ekki til greina að Kristinn verði áfram þingflokksformaður

Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur skorað á þingflokkinn að gera Jón Magnússon, þingmann, að formanni þingflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar. Kristinn H. vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann en Jón Magnússon segir að Kristni sé ekki sætt á stóli þingflokksformanns.

Vinur forsætisráðherra styrkir HÍ

Nýr styrktarsjóður verður settur á laggirnar við Háskóla Íslands á morgun sem stuðla á að námsmannaskiptum milli Japans og Íslands.

Kenna viðbrögð við ofbeldi gegn börnum

„Heimilisofbeldi gagnvart börnum hefur verið sópað svolítið undir teppi," segir ÓIöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Slík mál fari ekki nægjanlega oft fyrir dómstóla.

Sjá næstu 50 fréttir