Innlent

Steingrímur fékk Sjónlistaverðlaunin

Sjónlistaverðlaunin 2008 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugsafni Íslands á Akureyri í kvöld að viðstöddum menntamálaráðherra, Þorbjörgu Katrínu Gunnarsdóttur. Athöfnin var í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Verðlaun á sviði myndlistar hlaut Steingrímur Eyfjörð fyrir sýningu sína "Lóan er komin." Fyrir framúrskarandi starf á sviði hönnunar hlaut Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir verðlaun.

Heiðursorðu Sjónlistar 2008 hlaut Steinun Bjarnadóttir myndlistarmaður fyrir framlag sitt til alþjóðlegrar myndbandslistar.

"Þótt Steina sé enn ekki nægilega vel kynnt í heimalandi sínu hafa sigrar hennar á alþjóðlegum vettvangi tryggt henni verðugan sess í listasögunni. Þannig hefur hún verið ötull sendiherra íslenskrar menningar með endalausum upptökum sínum á náttúrufyrirbærum landsins, hafróti, vatnsföllum, gróandi og vængjaslætti, sem hafa verið henni stöðug uppspretta hrífandi verka," segir í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×