Innlent

Skólastarf fært út fyrir kennslustofur

Í Lundarskóla hefur skólastarf nú tímabundið verið fært út fyrir kennslustofurnar. Til að hrista saman nemendahópinn þurfa yngstu og elstu nemendurnir að starfa saman hlið við hlið og mælist það vel fyrir.

Það var líf í tuskunum á skólalóð Lundarskóla á Akureyri þegar fréttastofu bar að garði. Þessa dagana standa yfir vettvangsnámsdagar sem þýða að nemendurnir yfirgefa skólastofur sínar og hefðbundið nám um sinn. Annar helmingur nemenda hafði verið skikkaður til að stunda íþróttir utan húss en en hinn helmingurinn lagði stund á listir og leiki.

Félagslega vekur það athygli að eldri nemendur þurfa á þessum dögum að blanda geði við 1. bekkinga og bar ekki á öðru en að samkomulag töffaranna í elstu bekkjunum og litlu krúttanna sem eru nýbyrjuð í skólanum tækist vel og allir væru vinir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×