Innlent

Felldi lögregluþjón við skyldustörf

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness nýverið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að lögreglumanni við skyldustörf fyrir utan veitingastað í Grindavík í fyrra.

Samkvæmt ákæru veittist hann að lögreglumanninum með því að læsa höndunum um fótleggi hans þannig að lögreglumaðurinn féll um koll og marðist.

Maðurinn neitaði að hafa ráðist á lögreglumanninn með þessum hætti en viðurkenndi að hafa verið æstur í skapi. Út frá framburði lögreglumanna og vitna var hann hins vegar sakfelldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×