Innlent

Verður deila ljósmæðra og ríkisins leidd til lykta í dag?

Það ræðst nú eftir hádegið hvort það semst í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en þá kemur í ljós hvort fjármálaráðherra og ljósmæður sætta sig við miðlunartillögu sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram á fundi deilenda á þriðjudag.

Rafræn kosning hefur staðið yfir um tillöguna á vegum Ljósmæðrafélagsins frá því á miðvikudag og lýkur henni á hádegi. Fjármálaráðherra skilar sínu atkvæði líka í dag. Ef tillagan verður samþykkt má reikna með því að verkföllum ljósmæðra í næstu og þarnæstu viku verði aflýst og sömuleiðis hætti fjármálaráðherra við málssókn á hendur ljósmæðrum fyrir félagsdómi vegna meintra ólöglegra uppsagna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×