Innlent

Vilja að Kristinn segi af sér þingmennsku

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.
Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. MYND/GVA

Stjórn ungra frjálslyndra hvetur Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformanna Frjálslynda flokksins, til að segja af sér þingmennsku samstundis í ljósi þess að hann hafi ítrekað sýnt vanhæfi sitt til að gegna þingstörfum fyrir flokkinn.

Fram kemur í tilkynningu ungra frjálslyndra að þeir lýsi yfir algeru vantrausti á Kristinn og saka þeir hann um að hafa ítrekað unnið gegn flokknum og reynt að afvegaleiða mikilvæg málefni sem varða þjóðarhagsmuni jafnt sem framtíð Íslendinga.

„Hvað eftir annað hefur Kristinn valið þann kost að koma í bakið á samflokksmönnum sínum og bar þar hæst tilraun hans til uppreisnar gegn varaformanni flokksins í maí síðastliðnum," segir enn fremur í tilkynningunni.

Segja ungir frjálslyndir að Kristinn hafi nú aftur farið mikinn í fjölmiðlum með svívirðilegum yfirlýsingum um störf miðstjórnar og hæfni hennar til þess að gegna því embætti sem lög flokksins kveða á um og því beri honum af segja af sér þingmennsku.

Miðstjórnin ályktaði fyrr í vikunni að Kristni bæri að segja af sér formennsku í þingflokknum en Kristinn og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, segja þingflokksins að ákveða hver sé formaður hans.


Tengdar fréttir

Segir árás Jóns lítt dulbúna atlögu að Guðjóni Arnari

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að árás Jóns Magnússonar og stuðningsmanna hans á sig, sé lítt dulbúin atlaga að formanni flokksins sem miði að því að koma Jóni Magnússyni í formannssæti.

Sakar formann og þingflokksformann um einkavinavæðingu

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sakar formann og þingflokksformann flokksins um einkavinavæðingu. Hann segir þingflokksformanninn ekki starfi sínu vaxinn og er til í að taka við embættinu af honum.

Kemur ekki til greina að Kristinn verði áfram þingflokksformaður

Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur skorað á þingflokkinn að gera Jón Magnússon, þingmann, að formanni þingflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar. Kristinn H. vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann en Jón Magnússon segir að Kristni sé ekki sætt á stóli þingflokksformanns.

Össur býður Kristni í Samfylkinguna

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins.

Segir Kristin verða fyrir einelti

Guðjón Arnar Kristjánsson segir að Kristinn H. Gunnarsson sé lagður í einelti af einstaklingum í miðstjórn Frjálslynda flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×