Innlent

Lögreglumenn frá Litháen í heimsókn á Íslandi

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri ásamt Arturas Similionis
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri ásamt Arturas Similionis

Fimm lögreglumenn frá frá Sirene skrifstofunni í Litháen eru staddir hér á landi í náms- og kynnisferð ásamt yfirmanni alþjóðadeildarinnar í Lichtenstein. Alþóðadeildin áformar þátttöku í Schengen samstarfinu innan tíðar. Hann hefur ákveðið að fyrirkomulag á alþjóðaskrifstofu Ríkislögreglustjóra verði fyrirmynd við uppbyggingu sambærilegrar skrifstofu þar. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Þar segir að litháísku lögreglumennirnir hafi kynnt sér starfsemi alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra en einnig skipulag íslenskrar lögreglu. Hluti kynningarinnar hafi verið heimsókn í fangelsið á Litla-Hrauni, til lögreglunnar á Selfossi og á Keflavíkurflugvelli.

Þá segir að lögreglumennirnir hafi átt fund með Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið rætt um nánari lögreglusamvinnu Íslands og Litháen vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Fyrirhugaðar séu fleiri heimsóknir lögreglumanna frá Litháen í þeim tilgangi að efla samvinnuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×