Innlent

Adolf Guðmundsson býður sig fram til formanns LÍÚ

Adolf Guðmundsson formannsframbjóðandi.
Adolf Guðmundsson formannsframbjóðandi.

Adolf Guðmundsson framkvæmdastjóri Gullbergs ehf á Seyðisfirði hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 30. og 31. október nk. Fyrir liggur að Björgólfur Jóhannsson mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs.

Adolf Guðmundsson er fæddur í Reykjavík. 1954.Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1974 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1982. Um tíma var hann fulltrúi sýslumannsins á Seyðisfirði en lengst af að námi loknu hefur hann unnið hjá Gullbergi ehf á Seyðisfirði eða frá 1. október 1982. Hann var jafnframt framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar hf á Seyðisfirði frá 1985 til 1989. Stjórnarformaður frystihússins Brimbergs ehf hefur hann verið frá 2003. Adolf öðlaðist réttindi til málflutnings árið 1999.

Adolf er í sambúð með Theodóru Ólafsdóttur og á með henni tvö börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×