Innlent

Steypa á uppboði

Fjórir steinsteypuklumpar úr Berlínarmúrnum verða boðnir upp á föstudaginn í Berlín.

Þetta þykja mikil tíðindi því ekki er mikið eftir af and-fasíska verndarveggnum, eins og múrinn var kallaður af ráðamönnum í Austur-Þýskalandi á sínum tíma.

Hver Klumpur er um 3 tonn en búist er við að hver og einn fari á allt að 3000 evrur.

Meirihluti múrsins var muldur í smátt fyrir gatnagerð eftir sameiningu austurs og vesturs og heillegir klumpar því sjaldséðir. Þeir þykja afar eftirsóttir af söfnurum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×