Innlent

Andstaðan við flóttakonur á Akranesi í frétt Al-Jazeera

Flóttamennirnir við komuna til landsins í síðustu vikur. MYND/Anton
Flóttamennirnir við komuna til landsins í síðustu vikur. MYND/Anton

Á Evrópusíðu sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera, sem sendir fréttir um allan heim á ensku og arabísku, er greint frá komu palestínsku flóttakvennanna til Akraness.

Fréttafólk frá sjónvarpsstöðinni fylgdist með móttöku flóttakvennanna og barna þeirra. Meðal annars var greint var frá því að ekki væru allir íbúar bæjarfélagsins sáttir við komu nýbúanna.

Sýndur var viðtalsbútur við Edvard Lárus Árnason, sem kynntur var sem fyrrverandi lögreglustjóri bæjarins. Sagðist hann ekkert hafa á móti þessu tiltekna flóttafólki en benti á að það kynni að eiga ættingja, jafnvel eiginmenn sem gætu fylgt á eftir.

"Meira af því tagi", bætti hann við.

Vísan í eiginmenn er einkennileg í ljósi þess að konurnar eru allar einstæðar mæður og var á meðal annars rætt við eina þeirra sem sýnir ljósmynd af eiginmanni sínum sem lést í Bagdad.

Frétt Al-Jazeera um málið má sjá hér














Fleiri fréttir

Sjá meira


×