Innlent

Séra Gunnar Björnsson giftir þrátt fyrir leyfi frá störfum

Séra Gunnar Björnsson, fyrrverandi sóknarprestur á Selfossi, ætlar að framkvæma hjónavígslu í Stokkseyrarkirkju á morgun þrátt fyrir að hafa verið settur í leyfi frá störfum.

Samkvæmt hjúskaparlögum er slíkt heimilt að því gefnu að hann fái starfandi prest til að færa hjónavígsluna í kirkjubók. Gunnar var í vikunni leystur frá störfum eftir að hafa verið ákærður fyrir brot gegn tveimur stúlkum sem báðar voru sóknarbörn hans. Ákæran snýr að kynferðislegri áreitni og broti á blygðunarsemi.

Brotin voru þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þá mætti Gunnar fyrir dómara og lýsti sig saklausan af ákærum ríkissaksóknara.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×